fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Stefán John og 6 ára dóttir hans Aníta Ósk tóku lagið saman

Fékk nýja sýn á lífið eftir að hann hlaut alvarlegan heilaskaða í vinnuslysi

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dóttir mín var alltaf að syngja með á meðan ég var að taka upp svo ég breytti laginu í dúett.“ Þetta segir tónlistarmaðurinn Stefán John Stefánsson sem tók upp á myndband þar sem hann og dóttir hans, Aníta Ósk, syngja saman frumsaminn texta Stefáns við lag eftir Daníel Þór Sigurðsson.

Í framhaldinu birti Stefán birti myndbandið á Facebook og viðbrögðin hafa svo sannarlega ekki látið á sér standa.
Í samtali við DV segir Stefán að hann hafi samið textann eftir að hafa lent í alvarlegu vinnuslysi fyrir tveimur árum. Stefán hlaut heilaskaða í slysinu og þjáist af minnisleysi og mikilli vitrænni skerðingu í kjölfarið.

„Í stað þess að drekkja mér í þunglyndi þá samdi ég þetta lag. Ég er sáttur að geta það sem ég get, þó lífsgæðin hafi skerst töluvert.“

Aníta Ósk, sem er 6 ára, heillaðist af laginu og feðginin ákváðu að nýta gærdaginn til að taka lagið upp. „Það var starfsdagur í skólanum í gær og við nýttum morguninn svona. Hún er rosalega flott söngkona og ég er mjög stoltur af henni.“

Stefán hefur ekki látið mikið til sín taka í tónlistinni síðustu árin sökum anna er tengjast fjölskyldulífinu og slyssins sem gjörbreytti tilverunni.

„Ég hef ekki verið mikið að semja. Við Daníel göngum þó undir nafninu Tveir eins. Við erum báðir með heilaskaða og höfum verið að leika okkur í tónlistinni saman. Hver veit hvort við gerum eitthvað meira saman á næstunni. Þetta var nú samt bara til gamans gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda