fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þorkell rekinn eftir sálfræðiúttekt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. maí 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitastjórn Mýrdalshrepps hefur gengið frá samkomulagi við Þorkel Ingimarsson um að hann láti af störfum sem skólastjóri Víkurskóla þann 1. júní næstkomandi. Þessi ákvörðun byggist á sálfræðiúttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Talsverð ólga hefur verið í skólanum undanfarna mánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mýrdalshrepps þar sem segir: „Í kjölfar þess að upp kom í samfélaginu nú á vormánuðum talsverð ólga sem tengdist Víkurskóla. Ákvað sveitarstjórn Mýrdalshrepps að láta gera sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Niðurstaða sveitarstjórnar eftir yfirferð þeirrar úttektar var sú að ekki yrði hjá því komist að breyta um yfirstjórn í skólanum. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Þorkel Ingimarsson um að hann láti af störfum sem skólastjóri 1. júní 2018 og hefur sveitarstjóra verið falið að auglýsa eftir skólastjóra og kennara við skólann.“

Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir í samtali við Fréttablaðið að óánægja hefði verið með ákveðna þætti hjá yfirstjórn skólans. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“