fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirPressan

Lögmaður Donald Trump neitar að tjá sig í máli klámstjörnunnar Stormy Daniels

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 19:00

Michael Cohen fyrrum lögmaður Donald Trump. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Cohen, lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, neitar að tjá sig í máli er varðar meintar ærumeiðingar hans í garð klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Daniels hefur stefnt Cohen fyrir ærumeiðingar eftir að hann dró í efa frásögn hennar um að hún hafi stundað kynlíf með Donald Trump.

Cohen á að mæta fyrir rétt í New York í dag þar sem mál hans verður tekið fyrir. Hann hefur nú þegar lýst því yfir að hann muni ekki tjá sig um málið og vísar þar til ráðlegginga lögmanna sinna. Hann vísar í fimmta viðauka stjórnarskrárinnar sem kveður á um að hann þurfi ekki að tjá sig eða veita upplýsingar ef það getur orðið til þess að komist upp um refsivert athæfi hans sjálfs. Þetta kemur fram í dómsskjölum frá alríkisdómstól í Los Angeles.

Alríkislögreglan FBI gerði fyrr í mánuðinum húsleit á heimili og skrifstofu Cohen en FBI er að reyna að afla upplýsinga um 130.000 dollrar greiðslu Cohen til Stormy Daniels skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Hún fékk þá að sögn greitt fyrir að skýra ekki frá ástarleikjum sínum með Trump.

Lögmenn Cohen telja að þau gögn sem FBI lagði hald á falli undir lög um þagnarskyldu á milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Alríkisdómari hefur þó hafnað þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað