fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Alexandra fordæmir málflutning Öldu og Sæborgar: „Í beinni mótsögn við okkar stefnu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, frambjóðandi Pírata og baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks, fordæmir ummæli Öldu Villiljósar og Sæborgar Ninju um karlmenn. Líkt og DV greindi frá fyrr í dag sögðu þær að karlmenn ættu skilið að deyja og að þær litu á þá sem kakkalakka.

Sjá einnig: Alda og Sæborg segja karlmenn eiga skilið að deyja: „Lítum frekar á þá eins og kakkalakka“

Alda, sem er formaður Trans Íslands, og Sæborg héldu á dögunum erindi fyrir fullum sal Pírata á viðburði á vegum femínistafélags flokksins.

Sjá einnig: Sæborg og Alda segjast hafa verið að grínast

Málið vakti nokkra athygli á Pírataspjallinu í gær, þar fullyrti Sæborg meðal annars að hún væri að fara að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra í dag og hefði þar af leiðandi ekki tíma til að ræða málið, samkvæmt upplýsingum frá Ráðhúsi Reykjavíkur stendur það ekki til að borgarstjóri hitti Sæborgu.

Alexandra Briem tjáir sig um frétt DV á Pírataspjallinu í dag og segir að málflutningur Öldu og Sæborgar sé „í beinni mótsögn við okkar stefnu og áherslur í jafnréttismálum“ og að ekkert í þá veru hafi komið fram á fundi Femínistafélags Pírata. „Persónulega fordæmi ég svona tal, bæði sem pírati, feministi og sem meðlimur í Trans Ísland,“ segir Alexandra.

Hún segir málið afleitt fyrir réttindabaráttu trans fólks: „Ég get alveg sagt líka bara sem trans kona að mér finnst þetta afleitt fyrir félagið Trans Ísland og réttindabaráttu trans fólks, get ekki með nokkru móti skilið hvaða tilgangi þetta hefur átt af þjóna og hef raunverulegar áhyggjur af því að þetta hafi áhrif á stöðu trans fólks.“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður Femínistafélags Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður Femínistafélags Pírata, segir í samtali við DV að hún taki í sama streng og Alexandra. „Ég styð það sem Alexandra segir, þessir einstaklingar verða að bera ábyrgð á eigin ummælum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar