fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FréttirPressan

Myndir á Instagram komu upp um skuggalegt leyndarmál parsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 06:59

Mark Price og Emily Lock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski laganeminn Emily Lock, 22 ára, og unnusti hennar Mark Price, 27 ára, lifðu lífi sem margir öfunduðu þau af. Emily var iðin við að birta myndir á Instagram þar sem hún sýndi frá lúxuslífinu sem þau lifðu. En myndir segja meira en þúsund orð segir einhversstaðar og það á við í þessu máli því myndirnar komu upp um skuggalegt leyndarmál unga parsins.

Wales Online skýrir frá þessu. Fram kemur að parið hafi eytt háum fjárhæðum í kaup á ýmsum varningi á borð við fatnað, Gucci sólgleraugu, töskur og í ferðalög. Mark keypti sér líka Audi RS4. Þau ferðuðust meðal annars til Amsterdam, Alicante, Parísar og Dubai.

Í september á síðasta ári barst lögreglunni ábending um að parið hefði óhreint mjöl í pokahorninu og var þá gerð húsleit á heimili þeirra. Þar fann lögreglan 110 grömm af kókaíni. Sími Mark var haldlagður og við rannsókn á honum fundust textaskilaboð sem tengdu hann við fíkniefnaviðskipti.

Emily Lock og Mark Price.

Emily var í námi og vann hlutastarf í matvöruverslun en samt sem áður gat hún eytt miklum fjármunum í allskonar lúxusvarning. Andrew Taylor, saksóknari, sagði fyrir dómi í Cardiff að hún hafi elskað lúxuslífið. Taylor sagðist telja að Mark hafi þénað ótrúlegar fjárhæðir á 18 mánuðum á því að selja rúmlega þrjú kíló af kókaíni.

Taylor notaði myndir af Instragram í málflutningi sínum og sagði þær sanna að litlar tekjur parsins hafi ekki verið í neinu samræmi við lífsstíl þeirra.

Skór sem Emily keypti fyrir illa fengið fé.

Þegar lögreglan leitaði heima hjá Emily fannst dýr fatnaður, skartgripir, úr, töskur og skór að heildarverðmæti sem nemur um 5 milljónum íslenskra króna. Hún neitaði að vita nokkuð um kókaínviðskipti Mark og sagðist halda að hann starfaði í byggingarvinnu. Að lokum játaði hún þó að hafa vitað að hann seldi fíkniefni. Hún var dæmd í 15 mánaða fangelsi en Mark var dæmur í sjö ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar