fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Ungur maður dæmdur í fangelsi fyrir að drepa máfa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 19:30

Máfur. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára gamall maður, sem býr í Syðri-Þrændalögum í Noregi, hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa skotið og drepið máfa og máfaunga í Lade í Þrándheimi. Undirrétti þótti hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi í júlí á síðasta ári klifrað upp á þak Maskebygget í Þrándheimi og drepið máfa og máfaunga, sem þar voru, með því að skjóta þá með loftbyssu og sparka í þá og traðka á þeim.

Sú tegund máfa, stormmáfar, sem maðurinn drap er friðuð í Noregi og algjörlega óheimilt að drepa fugla af þeirri tegund.

Maðurinn neitaði sök í málinu en það gagnaðist lítið og var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk 120 klukkustunda samfélagsþjónustu. Auk þess þarf hann að greiða 3.000 norskar krónur í sekt.

Dagbladet segir að maðurinn, sem hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot og að hafa migið á lögreglubíl, tók sér frest til að ákveða hvort hann áfrýi dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns