fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Danskur barnaníðingur fékk þyngsta mögulegan dóm fyrir brot sín

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 06:22

Danskir lögreglumenn að störfum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp dómur í óhugnanlegu barníðsmáli sem hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Ákærði í málinu, Per Bartholdy Pedersen 47 ára, var ákærður fyrir mörg brot gegn börnum á 17 ára tímabili. Fórnarlömbin voru allt niður í tveggja ára. Undirréttur í Glostrup í Kaupmannahöfn dæmdi hann í gær til þyngstu mögulegu refsingar samkvæmt dönskum lögum en Pedersen var dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi þar sem samfélaginu þykir stafa ógn af honum. Þessi dómur þýðir í raun og veru að hann mun að öllum líkindum sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað. Hann á þó möguleika á að sækja um reynslulausn en það er sérstök nefnd sem tekur slíkar umsóknir fyrir. Til að nefndin fallist á reynslulausn verður Pedersen að leggja fram mjög góð gögn sem sýna fram á að samfélaginu stafi ekki lengur ógn af honum.

Brot Pedersen hófust um aldamótin þegar hann byrjaði að koma földum myndavélum fyrir í búningsherbergjum í sundlaugum og mynda litla drengi sem sóttu sundlaugarnar. Pedersen var ákærður fyrir 45 brot gegn börnum. Allt frá því að hafa tekið myndir af þeim nöktum og upp í nauðganir. Lögreglan fann mikið magn af barnaklámi við húsleit hjá Pedersen og var hann einnig ákærður fyrir vörslu á því.

Mörg brotanna áttu sér stað í leikskólanum þar sem Pedersen starfaði. Hann nýtti tækifærið til að brjóta gegn börnunum þegar hann var einn með þau í skiptiherberginu. Hann myndaði einnig sum brotanna sem áttu sér stað þar. Samkvæmt dönskum hegningarlögum eru kynferðisbrot gegn börnum  yngri en 12 ára alltaf flokkuð sem nauðganir.

Pedersen játaði sök í málinu.

Ekstra Bladet hefur eftir Peter Rask, saksóknara í málinu, að Pedersen sé barnaníðingur fram í fingurgómana. Læknaráð mat mikla hættu á að Pedersen muni halda brotum sínum áfram ef hann gengur laus vegna þess að hann laðist aðeins kynferðislega að börnum. Ráðið mat það sem svo að hann sé dapur yfir að ekki megi stunda kynlíf með börnum.

Fyrir dómi sagði Pedersen að honum fyndist það vera honum til málsbóta að hann hafi séð til þess að börnin hafi ekki orðið fyrir skaða vegna hans. Hann sagði einnig að honum fyndist það eiga að milda refsingu hans að hann braut gegn börnunum þegar þau voru sofandi.

Verjandi Pedersen hafði farið fram á að Pedersen yrði ekki dæmdur til meira en sex ára fangelsisvistar en dómurinn féllst ekki á það. Pedersen hefur nú áfrýjað dómnum til Eystri-Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“