fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Söguleg tíðindi – Donald Trump og Kim Jong-un munu funda á næstu vikum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 06:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur þegið boð Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, um að hitta hann og funda með honum á næstu vikum. Sendinefnd frá Suður-Kóreu, sem fundaði með Kim Jong-un í Norður-Kóreu, í síðustu viku kom til Bandaríkjanna í gær og fundaði með bandarískum embættismönnum. Sendinefndin hafði meðferðis fundarboð frá Kim Jong-un til Trump og tók Trump því að sögn vel og lýsti sig strax reiðubúinn til að funda með Jong-un.

Fundurinn á að fara fram í apríl eða maí. Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, skýrði frá þessu á fréttamannafundi við Hvíta húsið í gær og skömmu síðar staðfesti talsmaður Trump þetta og gat þess að öllum viðskiptaþvingunum verði viðhaldið þar til samningar hafa náðst.

Í skilaboðunum frá Jong-un kom fram að hann „hlakki til að hitta Trump eins fljótt og hægt er“. Einnig gerði Kim Jong-un það ljóst að Norður-Kórea muni láta af öllum tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar á meðan á samningaviðræðum stendur. Það gildir einnig í næsta mánuði þegar Suður-Kórea og Bandaríkin halda sameiginlega heræfingu í Suður-Kóreu en venjulega hafa Norður-Kóreumenn sýnt mátt sinn þegar slíkar æfingar standa yfir og gert tilraunir með eldflaugar.

Trump tísti að sjálfsögðu um þetta í gærkvöldi og sagði að í viðræðum sínum við sendinefndina frá Suður-Kóreu hafi Kim Jong-un sagt að hann vilji semja um afvopnun og að Kóreuskaginn verði kjarnorkuvopnalaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna