fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Enn ein hópnauðgunin í Malmö – Fimm ungir menn byrluðu konu ólyfjan og nauðguðu henni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 06:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn ein hópnauðgunin var tilkynnt til lögreglunnar í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi. Kona kærði þá nauðgun sem hún varð fyrir aðfaranótt laugardags. Margar hópnauðganir hafa verið kærðar til lögreglunnar í Malmö á undanförnum mánuðum en lögreglunni hefur ekki tekist að leysa þau mál en hefur fundið DNA úr grunuðum.

Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum blaðsins hafi konunni verið byrluð ólyfjan aðfaranótt laugardags og hún síðan færð í hús í hverfi sem heitir Lindängen. Þar leikur grunur á að mennirnir, sem eru sagðir hafa verið fjórir til fimm og ungir að árum, hafi nauðgað konunni.

Sérfræðingum lögreglunnar tókst að sögn að finna sönnunargögn á vettvangi.

Þetta er enn ein hópnauðgunin í borginni á skömmum tíma en í nóvember og desember var tilkynnt um fjórar grófar hópnauðganir en þær áttu sér stað í fjórum hverfum borgarinnar. Lögreglan fann eins og áður sagði DNA úr meintum gerendum á mörgum þessara staða. Lögreglan hefur sett sérstakt rannsóknarteymi á laggirnar til að rannsaka þessi mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram