fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Sex ára drengur snerti leðurblöku: Ekki löngu síðar var hann látinn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára piltur í Flórída í Bandaríkjunum, Ryker Roque, lést á sjúkrahúsi á sunnudag, nokkrum vikum eftir að hafa fengið skrámu á höndina. Forsaga málsins er sú að faðir drengsins, Henry Roque fangaði leðurblöku og kom henni fyrir ofan í krukku.

Henry segir í samtali við NBC News að hann hafi brýnt fyrir stráknum að hann mætti ekki undir neinum kringumstæðum stinga höndinni ofan í krukkuna og snerta leðurblökuna. Ástæðan er sú að leðurblökur geta borið með sér hættulega sjúkdóma á borð við hundaæði og fleira til.

Ryker virðist ekki hafa staðist freistinguna því hann stakk höndinni ofan í krukkuna og fékk skrámu á hana í kjölfarið. Hann óttaðist að segja foreldrum sínum frá, harkaði af sér og skolaði sárið sem hann fékk.

Nokkrum dögum síðar þótti foreldrum hans ljóst að eitthvað væri að. Viku eftir atvikið kvartaði hann sáran undan miklum höfuðverkjum og doða í fingrum. Henry segir í samtali við Today að hann hafi farið með son sinn á sjúkrahús þegar sá stutti gat ekki staðið í fæturna einn og óstuddur.

Á sjúkrahúsinu kom í ljós að Ryker var með hundaæði, en að því er fram kemur á Vísindavefnum er um að ræða bráða heilabólgu sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn orsakast af veiru og lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Hægt er að bólusetja við hundaæði en þeir sem veikjast af sjúkdómnum deyja flestir eftir um viku.

Læknar reyndu hvað þeir gátu að hjálpa drengnum en allt kom fyrir ekki. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á sunnudag eins og að framan greinir.

Tekið skal fram að hundaæði er landlægt í mörgum löndum heimsins, en mörg svæði eru þó laus við pláguna eins og fram kemur í fyrrnefndri grein á vef Vísindavefsins. Má þar nefna Suðurskautslandið, flestar eyjar í Kyrrahafi, Japan, Taívan, Bretlandseyjar, Skandinavíuskagann, Færeyjar og Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns