fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Heimsmeistari opnar kebab stað

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski, sem er pólskur að uppruna og varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2014, hefur opnað kebab stað í heimaborg sinni Köln. The Local í Þýskalandi greinir frá þessu.

Podolski er 32 ára gamall og spilar með félagsliðinu Vissel Kobe í Japan. Áður spilaði hann meðal annars með Bayern Munchen, Arsenal og Galatasaray. Hjá síðastnefnda liðinu í Istanbul í Tyrklandi komst Podolski upp á lagið með að borða kebab.

Staðurinn mun heita Mangal Döner og eru tveir aðrir eigendur að honum. Knattspyrnustjarnan mun þó taka virkan þátt í rekstri staðarins og gestir geta hitt hann þar þegar hann er ekki að spila í Japan.

Mangal Döner er ekki fyrsti veitingastaðurinn sem Podolski opnar. Fyrir skemmstu opnaði hann ísbúð, einnig í Köln. Þar er hann einnig með puttana í rekstrinum og hannar meira að segja ísréttina sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú