fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún varpar ljósi á ískaldan veruleika margra um jólin: „Verður mamma komin í glas fyrir mat“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Börnin á þessum heimilum sem hér hefur verið lýst hlakka oft ekkert til jólanna né annarra hátíða nema síður sé. Sum segjast hata jólin.“

Þetta segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur í grein í Fréttablaðinu í dag. Í greininni fjallar Kolbrún um þann veruleika sem margar fjölskyldur standa frammi fyrir um jólin; kvíða vegna fátæktar sem oft er fylgifiskur geðrænna veikinda eða fíknivanda.

„Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn, sitja oft ekki við sama borð og börn heilbrigðra foreldra. Sama má segja um börn þeirra sem búa á heimilum þar sem áfengis- eða fíknivandi er til staðar þótt slíkur vandi spyrji ekki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu. Annar hópur barna sem líða þjáningar eru börn sem búa á ofbeldisheimilum. Heimilisofbeldi finnst í öllum tegundum fjölskyldna, óháð efnahag og félagslegri stöðu.“

Kolbrún bendir á að börn á þessum heimilum hlakkar ekkert sérstaklega til jólanna, kvíði og áhyggjur varni því.

„Áhyggjur barna í þessum aðstæðum snúast oft um hvernig ástandið verði á heimilinu á aðfangadagskvöld þegar jólin ganga í garð. „Verður mamma komin í glas fyrir mat? Náum við að opna pakkana áður en pabbi sofnar? Verður rifist og slegist eins og í fyrra? Hvert get ég flúið þegar lætin byrja? Kemur eitthvert lið heim?“

Kolbrún segir mikilvægt að við látum okkur þessi börn varða, séum meðvituð um þau og aðstæður þeirra.

„Verndandi þáttur gegn fátækt er samfélagið og samstaða ættingja eða nágranna. Tilfinningatengsl við einhverja utan heimilis getur skipt sköpum, verið akkeri og haldreipi, styrkur og stuðningur. Okkur ber að vera meðvituð um líðan og aðbúnað ekki eingöngu okkar barna heldur allra barna sem verða á vegi okkar: barna vina okkar, vina og bekkjarfélaga barna okkar, barna samstarsfélaga eða barna nágranna. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þessara barna þá þarf að spyrja: „Hvað get ég gert í stöðunni sem gagnast þessu barni?“

Kolbrún segir svo að lokum að ábyrgð, meðvitund og stundum þor sé það sem þurfi til að stíga inn í aðstæður eða atburðarás ef óttast er að hagsmunum barns sé ábótavant eða óboðlegar.

„Stundum er nauðsynlegt að tilkynna mál til Barnaverndar eða hringja á lögreglu í tilfellum þar sem grunur leikur á um að heimilisofbeldi og/eða stjórnlaus neysla sé í gangi. Ef við verðum þess áskynja að barn býr við óviðunandi aðstæður er aðeins eitt sem ekki má gera og það er AÐ GERA EKKI NEITT.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“