fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Friðrik örlátur á fimmtugs- afmælinu: Gaf 234.500 kr. til Mæðrastyrks- nefndar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Weisshappel, eigandi Laundomat Café og þúsundþjalasmiður, er örlátur maður. Hann ákvað að styrkja Mæðrastyrksnefnd um 500 krónur fyrir hverja afmæliskveðju sem hann fengi á Facebook í tilefni af fimmtugsafmælinu hans.

Þegar Friðrik var búinn að fá 469 afmæliskveðjur margfaldaði hann töluna með 500 og lagði 234.500 krónur inn á reikning Mæðrastyrksnefndar. Hann sagði frá þessu í glaðlegri Facebook-færslu:

234.500 ÍKr. Voru millifærðar til Mæðrastyrksnefndarinnar í dag Datt í hug að senda áfram alla velvildina og væntumþykjuna sem ég upplifði í formi 500 ÍKr. fyrir hverja fimmtugsafmæliskveðju sem mér barst þann sjötta Des. RISALEGA STÓRT TAKK FYRIR MIG og núna munu kveðjurnar ykkar bókstaflega hjálpa einhverjum með jólin
I decided to pay forward the Love & Lotion I felt on my birthday by giving 500Íkr to charity for every one who wrote to me It came to 234.500Íkr. that will now help some people with Christmas Love to all !

Í samtali við DV hvetur Friðrik þá sem eru aflögufærir til að láta fé af hendi rakna til bágstaddra enda er það löngu vitað að sælla er að gefa en þiggja. Friðrik hélt upp á afmæli sitt í Kaupmannahöfn og bað hann gesti sína um að hugsa til bágstaddra og huga að hungri í heiminum. Nokkrir gestana gáfu kvittanir fyrir peningagjöfum til góðgerðamála.

„Börn í Afríku og Mødrehjælpen hér í Danmörk fengu líka gjafir frá gestunum mínum hér í gær í 12 tíma opnu húsi,“ segir Friðrik alsæll í spjalli við DV. „Við keyrðum síðan aukakökur til heimilislausra í morgun,” segir Friðrik.

„Okkur finnst mikilvægt að gera það sem við getum. Laundromat Cafe í Reykjavík gaf t.d. Mæðrastyrksnefndinni 128 jólagjafir um daginn sem voru borgaðar með framlagi úr starfsmannasjóðnum meðal annars, mjög flott framtak hjá þeim. Hver veit, við getum kannski startað bylgju !!?” segir Friðrik og brennur greinilega í andanum fyrir þessu málefni, að bæta hlut bágstaddra.

Þess má svo geta að Laundromat Cafe byggði skóla í Nepal á síðasta ári fyrir 80 börn, keypti skólabúninga og borgar laun enskukennara.

Hér má sjá skemmtilegt boðskort í fimmtugsafmæli Friðriks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“