fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Fóru að rífast inni í matvöruverslun og slógust síðan fyrir utan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um ellefuleytið í morgun var tilkynnt um eld í bíl í miðbænum. Lögregla og slökkvilið voru send á vettvang og var eldurinn slökktur fljótlega. Bíllinn er hins vegar nokkuð skemmdur. Ekki er talið að um íkveikju hafi verið að ræða.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að laust eftir klukkan tvö í dag var tilkynnt um nokkur ungmenni sem voru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði en ísinn var ekki talinn traustur. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við ungmennin og gerði þeim grein fyrir hættunni sem getur stafað af þessu.

Í hádeginu slógust tveir karlmenn fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við málsaðila en til einhverra orðaskipta hafði komið á milli þeirra inni í versluninni með þeim afleiðingum að þeir fóru að slást.

Upp úr klukkan þrjú var tilkynnt um börn að leik á íshellu á Rauðavatni. Lögreglan fór á vettvang og voru þar bæði börn og fullorðnir að leik. Ísinn var talinn traustur og því ekki ástæða til frekari aðgerða en áréttað var fyrir fólki að fara varlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki