fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Stjörnufræðingar hafa fundið risastórt svarthol – Svo stórt að það ætti ekki að vera til

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. desember 2017 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa fundið risastórt svarthol sem er svo stórt að það ætti eiginlega ekki að geta verið til. Svartholtið var jafn þungt og 800 milljónir sólir (er þá miðað við sólina okkar) aðeins 690 milljón árum eftir Miklahvell. Nú klóra vísindamenn sér í höfðinu og velta fyrir sér hvernig svartholið gat verið orðið svo stórt svo snemma í sögu alheimsins.

Það var í raun ekki svartholið sjálft sem stjörnufræðingarnir sáu heldur ljósið frá því efni sem var við að hverfa ofan í svartholið. Svarthol, sem sendir óbeint frá sér birtu á þennan hátt, kallast kvasi eftir því sem segir á vef Videnskab.dk. Kvasar senda mikla birtu frá sér og því er hægt að sjá þá úr órafjarlægð.

Alþjóðlegur hópur vísindamanna fann svartholið þegar þeir greindu gögn úr þremur mismunandi rannsóknum. Með því að rannsaka ljósið frá kvasanum, rauða ljósið, gátu stjörnufræðingarnir reiknað út að ljósið hafði verið 13,1 milljarða ára á leiðinni til jarðarinnar. Ljósið lagði því af stað þegar alheimurinn var aðeins 690 milljón ára en hann er í dag 13,8 milljarða ára gamall.

Stjörnufræðingar hafa aldrei áður séð svo fjarlægt svarthol en skýrt er frá rannsókn þeirra í vísindaritinu Nature. Útreikningar stjörnufræðinganna sýna einnig að massi svartholsins hafi verið á við um 800 milljónir sóla (miðað við sólina okkar) en þó er töluverð óvissa um þessa útreikninga.

Á vef Videnskab.dk er haft eftir Marianne Vestergaard, lektor við Niels Bohr stofnunina við Kaupmannahafnarháskóla, að svartholið geti vel verið stærra eða minna en þetta en það sé nokkurn veginn í þessum stærðarflokki. Hún vinnur sjálf að rannsóknum á ofurmassa svartholum en kom ekki að þessari rannsókn.

Hún sagði að þetta svarthol væri mjög þungt miðað við aldur og það sé erfitt að finna skýringu á því hvers vegna svo sé. Það komi mjög á óvart að finna svo þungt svarthol á fyrstu árum alheimsins.

Robert Simcoe, prófessor við MIT og einn höfunda rannsóknarinnar, segir að þetta sé eina svartholið frá þessum tíma alheimsins sem hafi fundist. Alheimurinn hafi verið svo ungur að svartholið ætti í raun ekki að vera til.

„Alheimurinn var einfaldlega ekki nægilega gamall til að geta myndað svo stórt svarthol. Þetta er mjög skrýtið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“