fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Egill: „Þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu […] fæ bara hroll“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum.“

Þetta segir Egill Einarsson í pistli á Facebook. Pistilinn ritar Egill vegna fyrri skrifa sem hafa verið rifjuð upp í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Steinunn greindi frá því um helgina að nafntogaðir menn hefðu skorað á aðra menn að nauðga henni. Hafa Egill og Geiri kenndur við Goldfinger verið nefndir í tengslum við frásögn Steinunnar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands segir í samtali við mbl.is að hún hafi tilkynnt þessa færslu Egils sem birtist árið 2007 til lögreglu. Egill segir á Facebook að það hafi aldrei verið markmiðið að meiða fólk.

„Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarssyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni. Mér finnst ekki jafn gaman að pirra fólk nú.“

Egill heldur áfram:

Mynd: Mynd Bragi Þór Jósefsson

„Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig.“

Egill segir að hann hafi margsinnis dansað á línunni í pistlum sínum á DV.

„Í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið. Í hvert skipti sem ég sé þennan fræga 2007 pistil þá skammast ég mín. Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi.“

Þá segir Egill enn fremur:

„Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót. Mér finnst ekkert fyndið við þennan pistil í dag, fæ bara hroll þegar ég sé hann.“

Þá segir Egill að lokum:

„Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum