fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Segir að Kötlugos hafi orðið árið 2011

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. desember 2017 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt hefur verið álitið að Katla hafi síðast gosið árið 1918 og telja margir að tími sé kominn á nýtt Kötlugos. Páll Einarsson prófessor telur hins vegar að Katla hafi gosið árið 2011, í flóðinu sem sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl.

Þetta kemur fram á Vísir.is. Þann 9. júlí árið 2011 varð hlaup undan Kötlu sem rauf hringveginn og skolaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Páll telur að þá hafi orðið lítið gos undir Mýrdalsjökli sem menn tóku ekki eftir af því það náði ekki í gegnum ísinn.

Páll segir að vísindamenn greini á um hvort gosið hafi í Kötlu árið 2011. Hins vegar bendi mælingar til þess að það hafi verið gos sem olli flóðinu.

Þá telur Páll að lítil leynigos hafi orðið í Bárðarbungu árið 2014 í undanfara Holuhraunsgossins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku