fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Innbrotsþjófur í Landspítalanum veittist að öryggisverði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan hálfsex í morgun var maður handtekinn vegna gruns um innbrot inn í læst rými í húsnæði Landspítalans-Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í Dagbók lögreglunnar og enn fremur þetta:

Klukkan tíu í morgun var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í hverfi 108. Var m.a. fartölvu stolið úr bifreiðinni. Nokkru síðar var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi í hverfi 110. Var hann með blæðandi skurði á fingrum haldandi á fartölvu. Viðurkenndi hann innbrotið þegar lögreglan kom á vettvang og var hann því vistaður í fangaklefa í framhaldinu eftir að búið var að gera að sárum hans.

Um svipað leyti í morugn var tilkynnt um umferðaróhapp á Bústaðavegi en þar hafði m.a. bifreið hafnað á hvolfi. Enginn meiddist við óhappið.

Klukkan hálfellefu í morgun var tilkynnt um eignaspjöll á bíll í Kópavogi. Þar hafði verið brotin rúða í bifreiðinni og eitthvað af verðmætum stolið úr henni. Karlmaður var handtekinn stuttu síðar grunaður um verknaðinn. Var hann í annarlegu ástandi og því vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði