fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Undantekningarlaust mjög nettar týpur sem kunna að meta chili“

Björn Teitsson hefur framleitt logandi sterkar chili-sósur sem njóta vinsælda hjá „chili-nördum“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 11. nóvember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðtökurnar hafa verið afar góðar en ég veit ekki hvort framhald verði á. Framleiðsluferlið í litlu eldhúsi er einfaldlega það mikil þolraun. Ef einhver aðili með atvinnueldhús stingur upp á samstarfi þá er ég meira en til. Íslendingar eiga skilið að fá innlenda logandi sterka sósu,“ segir Björn Teitsson chili-unnandi í samtali við DV.

Björn stofnaði til Facebook-hópsins vinsæla, „Ég ann chili“ ásamt olíuhagfræðingnum Þórði Gunnarssyni. Þar hefur áhugafólk um ávöxtinn vettvang til að ræða úrval sterkra rétta á matsölustöðum borgarinnar, fengið góð ráð um ræktun á chili-pipar og bent á sterkar sósur sem eru fáanlegar hverju sinni. Um þessar mundir er úrvalið takmarkað og hóf Björn því framleiðslu á sinni eigin sósu, „Habanero-draumur“. Nafnið er tilvísun í meginuppistöðu sósunnar, Habanero-chili, sem er ein heitasta tegund ávaxtarins. Þá notaði Björn einnig eigin uppskeru af thai-chili sem chili-plantan hans, Jónína að nafni, gaf af sér.

Strangt gæðaeftirlit

„Habanero er eitt eftirlætis afbragðið mitt af chili. Hann er afar sterkur en mjög ávaxtaríkur og bjartur. Hann hentar því vel í sósur að mínu mati,“ segir Björn. Sósan rífur því vel í og hefur Björn leyft öðrum ástríðufullum áhugamönnum um chili að njóta með sér, þó innan ramma strangs gæðaeftirlits. „Ég hef farið í nokkrar framleiðslulotur sem seldust upp innan nokkurra mínútna. Um síðustu helgi ætlaði ég að framleiða í um 30 pantanir. Fyrstu lotan var frábær en hinar tvær voru því miður ekki í gæðaflokknum sem ég vil halda mig við – þess vegna komu bara 10 flöskur í það skiptið,“ segir Björn.

Tuttugu sósuunnendur sem vilja að bragðlaukarnir brenni þurfa því að bíða enn um sinn og treysta á takmarkað úrval stórmarkaða. „Úrvalið er ekki mikið hérlendis en það sveiflast mikið. IKEA seldi sterkar sósur um tíma og Hagkaup pantar eitthvað inn af og til. Þeir sem eru djúpt sokknir í chili-sósuástríðuna eru að panta sósur erlendis frá og það er dýrt spaug,“ segir Björn.

Hann er afar ánægður með íslenska chili-samfélagið sem hefur myndast á síðunni. „Það eru undantekningarlaust mjög nettar týpur sem kunna að meta chili. Það er ávanabindandi að borða mikið ávextinum og fólk kemst í eins konar endorfínvímu við neysluna. Sem er mjög holl víma, held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt