fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Eiginkona Schumachers sögð vonast enn eftir kraftaverki

Sagður eiga sína góðu og slæmu daga

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Corinna og börnin vonast enn eftir kraftaverki,“ segir fjölskylduvinur þýska ökuþórsins Michael Schumacher í samtali við þýska blaðið Bunte.

Schumacher slasaðist sem kunnugt er alvarlega í skíðaslysi þann 29. desember árið 2013. Schumacher var í dái í sex mánuði eftir slysið sem varð í frönsku Ölpunum. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús nærri Lausanne í Sviss en undanfarin misseri hefur hann verið heima hjá sér þar sem langt og strangt endurhæfingarferli hefur staðið yfir.

Bunte greinir frá því að Schumacher eigi sína góðu og slæmu daga. Ekki er greint nákvæmlega frá líðan hans en þó kemur fram í umfjölluninni að Schumacher virðist afslappaður og líða vel í örmum þeirra sem standa honum næst. Hann geti átt í einhverjum samskiptum við þá sem þekkja hann vel.

Fjölskylduvinurinn sem Bunte ræðir við segir að Schumacher hafi það gott miðað við aðstæður. Hann njóti góðs af því í dag að hafa verið afreksíþróttamaður í fremstu röð í mörg ár.

Corinna, eiginkona Schumachers, og börn þeirra hjóna eru sögð vonast enn eftir kraftaverki. Fjölskyldan sjálf hefur ekki rætt opinberlega um slysið eða líðan Schumachers undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram