fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hryðjuverkaárásin í New York – Þetta vitum við núna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 06:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan var 15.03 að staðartíma í gær þegar 29 ára karlmaður ók pallbíl, sem hann var með á leigu, inn á hjólreiðastíg í Manhattan í New York. Bílinn hafði hann leigt hjá byggingavöruversluninni Home Depot. Hann ók suður eftir hjólreiðastígnum og á bæði fótgangandi vegfarendur sem og reiðhjólafólk.

Eftir um 100 metra akstur, við Chambers Street, lenti hann í árekstri við skólabíl. Tvö börn og tveir fullorðnir slösuðust í þeim árekstri. Eftir áreksturinn steig ökumaður pallbílsins út úr bílnum og veifaði einhverju sem virtust vera tvö skotvopn.

Einkennisklæddur lögreglumaður var á vettvangi og skaut hann ökumanninn einu skoti í maga. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann er sagður í lífshættu. Það sem hann hélt á þegar hann steig út úr bílnum reyndust vera byssur sem eru notaðar í paintball.

Átta manns létust í árás mannsins og tugir særðust. Sex manns voru úrskurðaðir látnir á vettvangi en tveir á sjúkrahúsi.

CNN hefur eftir James P. O‘Neill, lögreglustjóra, að málið sé rannsakað sem hryðjuverk á grunni orða sem ökumaðurinn lét falla þegar hann steig út úr pallbílnum.

Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki og ekkert bendir til að stærri árás sé í vændum.
Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir að ökumaðurinn heiti Sayfullo Saipov og sé 29 ára frá Tampa í Flórída. Yfirvöld hafa ekki staðfest þetta. New York Times segir að hann hafi komið til Bandaríkjanna frá Úsbekistan 2010 og hafi haft atvinnu- og dvalarleyfi.

Norska ríkisútvarpið segir að fimm Argentínumenn hafi látist í árásinni og einn Belgi.

Hér er hægt að lesa umfjöllun DV um málið frá í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“