fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Segja lögbannið gegn Stundinni vera galið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. október 2017 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, einn ritstjóra Stundarinnar, segir að lögbannsuppákoman í síðustu viku hafi tekið mjög á þá sem voru á ritstjórninni, er starfsmenn sýslumanns komu þangað og festu lögbann á umfjöllun fjölmiðilsins upp úr gögnum um gjaldþrotabú Glitnis sem lekið hafði verið.

Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV þar sem þetta mál var rætt. Helgi Seljan frá RÚV sagði að lögbannið væri galið og árás á tjáningarfrelsið. Hann sagði að þetta bættist við hótanir fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að kæra þrjá fjölmiðla eftir kosningar vegna umfjöllunar þeirra.

Ómar R. Valdirmsson lögmaður sagði lögbannið vera algjörlega fráleitt og því yrði að öllum líkindum hnekkt fyrir dómstólum. Tímalengdin fram að dómi ylli því hins vera að hugsanlega yrði búið að eyðileggja allar þær fréttir sem fólust í gögnunum þegar lögbanninu yrði aflétt.

Helgi Seljan sagði ótrúlegt að hlusta á sýslumann tjá sig um lögbannið með léttvægum hætti, láta eins og þetta væri bara eins og hvert annað lögbann, svona líkt og þegar lagt er lögbann á sölu falsaðra Levis-gallabuxna.

Sirry Hallgrímsdóttir ráðgjafi benti á að þessi gögn hefðu verið í umferð í langan tíma og búið væri að vinna þau mikið upp í hendurnar á fjölmiðlum. Í þeirri úrvinnslu væri bara eitt nafn stjórnmálamanns, Bjarna Benediktssonar. Sirry benti á að þetta væri ekki fyrsti gagnaleikinn úr bönkunum og hélt því fram að það væri ekkert nýtt í þessum gögnum. Því mótmælti Helgi Seljan en sá ágreiningur skýrðist ekki í þættinum.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sagði að vegið væri að fjölmiðlum á Íslandi. Þeir nytu ekki ríkisstyrkja eða annarra ívilnana líkt og tíðkist víða annars staðar en væru að starfa á mjög litlum markaði. Þá væru ákveðnir ráðherrar og aðrir valdamenn sem leggðu í vana sinn að svara aldrei fyrirspurnum frá tilteknum fjölmiðlum, eins og Stundinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki