fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Af hverju óskar Bjarni Ben ekki eftir að lögbanni verði aflétt? Sýslumaður neitar að svara DV

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef Bjarna er svona annt um tjáningarfrelsið og svona umhugað um að koma bara hreint fram með sín fjármál þá velti ég því fyrir mér hvort hann geti óskað eftir því að sýslumaður hreinlega afturkalli lögbannskröfuna hvað hann varðar. Hvað hans fjárhag og fjármál varðar.“

Þetta sagði Helga Vala Helgadóttir oddviti Samfylkingarinnar Morgunútvarpinu á Rás 2. Þar tókust Helga Vala og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á. Ræddu þau meðal annars um lögbann sem sýslumaður setti á Stundina en miðillinn hafði vikur áður fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og skyldmenna hans.

Brynjar sagði vont fyrir flokk hans að lögbannið hefði verið sett á og að slitabúið væri með alvarlegt inngrip í kosningabaráttuna. Sagðist Brynjar vera ósáttur við að þessi leið hefði verið farin. „Þetta er bæði þýðingarlaust og tímasetningin algjörlega fráleit.“ Bætti Brynjar við að lögbannið skaðaði formanninn og flokkinn.

Grafalvarlegt mál

Helga Vala sem er lögfræðingur að mennt sagði lögbannið grafalvarlegt mál.

„En hins vegar ef Bjarna er svona annt um tjáningarfrelsið og svona umhugað um að koma bara hreint fram með sín fjármál þá velti ég því fyrir mér hvort hann geti óskað eftir því að sýslumaður hreinlega afturkalli lögbannskröfuna hvað hann varðar. Hvað hans fjárhag og fjármál varðar.“

Spurði þáttastjórnandinn hvort það væri mögulegt. Helga Vala svaraði:

„Það er spurning hvort hann getur gert það því krafan er byggð á því að það sé verið að vernda friðhelgi viðskiptavinanna og ef að hann vill ekki að sitt friðhelgi sé verndað þá er það spurning hvort hann geti ekki bara aflétt þessum trúnaði sjálfur. Hann ætti að geta gert það ef honum er umhugað um að sannleikurinn fái að líta dagsins ljós.“

Skaut þáttastjórnandi þá þeirri spurningu að hvort forsætisráðherra gæti gefið út þá yfirlýsingu að Stundin mætti halda áfram að fjalla um hans mál. Taldi Helga Vala svo vera, að Bjarni gæti farið til sýslumanns og óskað eftir að lögbannið ætti ekki við hann.

„Er þetta fær leið? Finnst þér þetta eiga að koma til álita?“ spurði þáttastjórnandinn.

„Bjarni getur örugglega gert það. Það er ekkert auðvelt að svara því. Vegna þess þegar verið er að fjalla um Bjarna koma alltaf einhverjir aðrir menn inn í það líka. Þannig það kann að vera þýðingarlaust hvað þetta varðar. En mér finnst það alveg koma til skoðunar, enda hefur umfjöllunin um hann verið í langan tíma, örugglega mörg mörg ár og hann hefur aldrei farið fram á að slík umfjöllun verður stoppuð eða gert ráðstöfun til þess. Hann hefur lýst því sjálfur að fólk eigi að geta tjáð sig í fjölmiðlum um hann í þessari stöðu sem hann er.“

Sýslumaður neitar að svara DV

DV ákvað að leita svara hjá sýslumanni hvort þetta væri mögulegt. DV hafði fyrst samband við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. DV tók viðtal við Brynjar Kvaran en hann starfar sem sviðsstjóri fullnustusviðs hjá sýslumanni. Greindi hann frá því að Þórólfur hefði vitað af lögbanninu en hélt fram að sýslumaður sjálfur hefði ekki komið nálægt ákvörðunartöku. Þegar DV hafði samband í dag neitaði Brynjar að aðstoða DV í þessum efnum.

„Brynjar hér á fullnustusviði yfirmaður er búinn að svara ykkur varðandi fyrirspurnir og vill ekki taka símann meira,“ sagði starfsmaður sýslumanns.

Blaðamaður: Já en ekki þessari fyrirspurn.

Starfsmaður: „Nei en hann svarar ekki.“

Þá vildi enginn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vera DV innan handar hvað þetta varðar. DV leitaði til sýslumanna á öðrum stöðum á landinu og var starfsfólk þar allt að vilja gert til að svara spurningum DV en eftir að hafa kannað málið nánar voru starfsmenn óvissir hvort mögulegt væri fyrir Bjarna Benediktsson að fara þessa leið. DV ræddi við fleiri lögfræðinga og var að lokum bent að ræða við Eirík Jónsson varadeildaforseta lagadeildar Háskóla Íslands. Telur Eiríkur að þrotabúið sé í raun og veru þeir einu sem geti fallið frá beiðninni, þar sem þeir séu að vísa til hagsmuna þúsunda viðskiptavina og hugsanlegra skaðabóta sem þeir gætu orðið fyrir. Telur Eiríkur að Bjarni gæti gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki hreyfa andmæli eða fara í mál sjálfur. Eiríkur tók þó fram að hann væri ekki búinn að lesa lögbannsbeiðnina og úrskurður sýslumanns væri stuttorður.

Þannig þú sérð ekki fram á að hann gæti óskað eftir að lögbannskrafan væri afturkölluð í hans málum?

Eiríkur segir að Bjarni gæti hugsanlega gefið út eins konar yfirlýsingu um að hann myndu ekki fara í skaðabótamál vegna umfjöllunar Stundarinnar. Á þann hátt væri það kannski mögulegt en um leið bendir Eiríkur á að lögbannið sé ekki á vegum Bjarna. Bjarni gæti gefið út yfirlýsingu en alls óvíst væri hvort það myndi hnekkja lögbanninu sjálfu.

DV sendi einnig fyrirspurn á sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í tölvupósti. Henni hefur ekki verið svarað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun