fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Bergur sveik 42 milljónir úr níræðum manni eftir áratuga kynni

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 5. október 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir Bergi Axelssyni í 12 mánaða fangelsi, en þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir. Hann hafði áður verið dæmdur í níu mánaða fangelsi. Bergur var sakfelldur fyrir að hafa tekið ófrjálsri hendi um 42 milljónir króna af bankareikningi níræðs alzheimersjúklings sem nú er látinn. Bergur þekkti manninn í áratugi en hann var í sveit hjá honum.

Bergur sagði fyrst í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi litið á milljónirnar sem gjöf eða jafnvel arf en fyrir dómi sagði hann að þetta hafi verið lán. Hann gaf enga haldbæra skýringu á því hvers vegna honum þótti ekkert athugavert við að þiggja svo háa fjárhæð af manninum. Gamli maðurinn hafði aldrei verið fær á sviði fjármála og segir í dómi að Bergi gat ekki dulist það eftir áratuga kynni af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns