fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Meiðyrðamál Guðmundar Spartakus mun kosta Atla milljón: „Glæpamennirnir sigruðu þennan slag“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 21. september 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Már Gylfason blaðamaður segir á Facebook-síðu sinni að meiðyrðamál Guðmundar Spartakus Ómarssonar muni sennilega kosta sig í það minnsta eina milljón króna. Hann fer hörðum orðum um bæði Guðmund Spartakus og lögmann hans, Vilhjálm H. Vilhjálmsson.

Guðmundur Spartakus fer fram á 10 milljónir í skaðabætur vegna umfjöllunar Atla þar sem hann tengdi Guðmund Spartakus við hvarf Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013.

Líkt og fyrr segir er pistill Atla Más mjög harðorða. „Eftir nokkra daga hefst dómsmál gegn mér þar sem copy/paste lögmaðurinn Villi Vill er að kæra mig fyrir hönd Guðmundar Spartakusar, sem er svo mikill aumingi að hann felur sig í Paragvæ í stað þess að standa með gúmmítöffaranum og face-a mig,“ skrifar Atli Már á Facebook.

fer fram á 10 milljónir í skaðabætur.
Guðmundur Spartakus fer fram á 10 milljónir í skaðabætur.

Atli Már segir að hann þurfi að greiða sjálfur allan kostnað vegna málsins en ekki Stundin, sem birti umfjöllun hans. „Þetta dómsmál, þar sem kalkverksmiðjueigandinn krefst tíu milljóna í skaðabætur, mun kosta mig nálægt einni milljón króna…einni milljón…fyrir að segja sannleikann! Svona er umhverfi fjölmiðla í dag.

„En borgar ekki vinnan þetta?“ segja allir… NEI. Ég er atvinnulaus blaðamaður og þarf að standa við allan þennan kostnað sjálfur. Áfram rannsóknarblaðamennska. Ég mun samt aldrei gefast upp. Aldrei. Ég verð frekar gjaldþrota til æviloka en að láta menn komast upp með morð,“ segir Atli Már.

Atli segist ekki geta staðið í þessu lengur: „En svona er Ísland í dag. Svona verður þetta alltaf. Ég á þrjú börn og ég get ekki staðið í þessu lengur. Glæpamennirnir sigruðu þennan slag en ég vona svo sannarlega að nýju, ungu og fersku blaðamennirnir okkar hafa sömu prinsipp og ættu að vera við lýði ALLTAF. Follow the money og aldrei gefast upp!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að