fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Flestir vilja að VG komi að næstu ríkisstjórn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2017 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 62 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjum þjóðarpúlsi Gallup voru hlynnt þeirri ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfi. 29 prósent voru andvíg henni og nær 9 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg ákvörðuninni.

Landsmenn voru einnig spurðir um álit sitt á því hvort nýliðnir atburðir hefðu gefið tilefni til stjórnarslita. Niðurstöðurnar eru svipaðar og við spurningunni á undan. Rúmlega 62 prósent þeirra sem taka afstöðu eru sammála því að atburðirnir hafi gefið tilefni til stjórnarslita á meðan tæplega 32 prósent eru ósammála því. Tæplega 6 prósent segjast hvorki sammála né ósammála.

Í framhaldinu var fólk spurt um viðhorf sitt til þess að rjúfa þing og boða til kosninga. Ríflega sjö af hverjum tíu voru hlynntir því að þing væri rofið og boðað til kosninga á meðan tveir af hverjum tíu voru því andvígir. Rúmlega 8 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg.

Loks var athugað hvaða flokkar fólk vildi að mynduðu stjórn ef ný ríkisstjórn væri mynduð í dag. Flestir nefna Vinstri græn, eða tæplega 57 prósent. Þar á eftir koma Framsóknarflokkurinn með nær 35 prósent, Samfylkingin með næstum 33 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 31 prósent og Píratar með rúm 30 prósent.

Niðurstöðurnar í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“