fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Brynjar vaktstjóri Burger-inn biðst afsökunar: „Ég stefni líka á að biðja fyrir Jakub í kvöld“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 20. september 2017 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Arnarson, vaktstjóri á Burger-inn sem sagði viðskiptavini að hengja sig, birti rétt fyrir miðnætti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu veitingastaðarins. Brynjar er sonur eigenda veitingastaðarins, Arnar Arnarsonar, sem stóð með syni sínum þegar hann var spurður um svívirðingarnar sem Brynjar lét dynja á Jakub Clark. Jakub hafði unnið sér það til saka að gefa Burger-inn slæma einkunn á Facebook.

Sjá einnig: Vaktstjóri Burger-inn í Hafnarfirði sagði viðskiptavini að hengja sig um miðja nótt: „Hættu að vera með tussufýlustæla“

Líkt og DV greindi frá í gær fékk Jakub skilaboð frá Brynjar um miðja nótt þar sem hann sagði honum meðal annars að hengja sig. „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA Á FACEBOOK KOMDU FREKAR OG SEGÐU EITTHVAÐ VIÐ OKKUR !!!! Það gerir menn réttdræpa að kvarta á netinu OG að vera tussa eins og þú og skrifa á netið …. HENGDU ÞIG ! VIÐ ERUM BESTI VEITINGASTAÐUR Á ÍSLANDI UM AÐ GERA AÐ VERA HÓGVÆR OG ER ÉG ÞAKKLÁTUR FYRIR alla sem elska BURGERINN… HENGDU ÞIG,“ skrifaði Brynjar vaktstjóri.

„FYRIRGEFÐU ELSKU KALL“

Afsökunarbeiðni Brynjars og Burger-inn er öll skrifuð í hástöfum og greina margir kaldhæðni í athugasemdum. „ELSKU JAKUB CLARK VIÐ HÉR Á BURGERINN IÐRUMST GÍFURLEGA ÞESSI HRÆÐILEGU SKILABOÐ SEM ÉG UNDIRRITAÐUR LÉT DYNJA Á ÞÉR. ÉG GERÐI STÓR MISTÓK OG ÞETTA VAR MJÖG RANGT HJÁ MÉR. ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR ÞÉR ELSKU JAKUB. FYRIRGEFÐU INNILEGA,“ segir Brynjar.

Hann segir að Jakub hafi gert allt rétt. „FYRIRGEFÐU JAKUB ÞETTA VAR MJÖG LJÓT HJÁ MÉR OG ER ÉG SEKUR UM AÐ HAFA SENT ÞÉR ÞESSI SKILABOÐ. ÞÚ ÁTT ALLT GOTT SKILIÐ ELSKU JAKUB OG ERT FRÁBÆR MANNESKJA Í ALLA STAÐI SEM LÆTUR EKKI SVONA SKÍTKAST VIÐGANGAST. ÞÚ GERÐIR ALLT RÉTT EN EKKI ÉG,“ segir Brynjar.

Jakub segir í samtali við DV að Brynjar hafi beðið hann afsökunar í einkaskilaboðum á Facebook en Jakub hafi sagt honum að skrifa afsökun á vegum veitingastaðarins. „ÉG ER EINNIG BÚINN AÐ SENDA HONUM PERSÓNULEG SKILABOÐ. ÉG STEFNI LÍKA Á AÐ BIÐJA FYRIR JAKUB Í KVÖLD. FYRIRGEFÐU ELSKU KALL! FYRIRGEFÐU Í HUNDRAÐSTA VELDI ! ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁTUR FYRIR SKILNINGIN. ÉG ELSKA YKKUR ÖLL AÐ HAFA BRUGÐIST SVONA VIÐ. ÞIÐ SEM HAFIÐ COMMENTAÐ ERUÐ HETJUR OG HAFIÐ KENNT MÉR GÓÐA LEXÍU. TAKK FYRIR OG MUNIÐ AÐ NJÓTA VEL Í LEIK OG STARFI,“ segir í afsökun Brynjars.

„Sorglegt að sjá þetta“

Nokkur fjöldi manns hefur skrifað athugasemd við þessa færslu og virðast flestir vera á því að þetta sé einkennileg afsökunarbeiðni. „Jesús minn drengur, þú ættir að fá þér PR ráðgjafa áður en þú gerir þig að enn meira fífli. Sorglegt að sjá þetta,“ skrifar ein kona. Einn karlmaður tekur undir og skrifar: „Þetta er frekar hallærisleg afsökunarbeiðni? Ætlarðu að biðja fyrir honum? Að hann hafi þá ekki fengið matareitrun? Vertu maður (byrjaðu að sleppa capslockinu) og bjóddu honum í veislu (ef hann vill).“

Annar telur sig greina kaldhæðni: „Snjallt að hæðast að viðskiptavinum sínum í stað þess að biðjast raunverulega afsökunar. Mjög snjallt.“ Önnur kona tekur undir: „Þetta er svo fullt af kaldhæðni og er þessi
„afsökunarbeiðni“ ein sú versta Þetta er svo hallærislegt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd