fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Viku eftir að eiginkona hans lést fann hann leynilega ljósmynd – Fylltist gleði og sorg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. september 2017 06:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2013 gengu John Polo og unnusta hans, Michelle, í hjónaband í skyndi en þá var Michelle mjög veik af völdum nýrnakrabbameins. Þau voru gefin saman í borgaralegri vígslu en ætluðu síðan að hafa stórt brúðkaup þegar Michelle hefði náð bata.

En Michelle náði ekki að ganga inn kirkjugólfið í brúðarkjólnum sínum. Hún lést í janúar 2016 þrítug að aldri. Tveimur vikum síðar höfðu hjónin stefnt á að hafa kirkjubrúðkaupið langþráða. Today skýrir frá þessu.

Viku eftir að Michelle lést var John að skoða myndir í símanum hennar. Þar fann hann mynd sem hafði verið tekin í leyni og hann átti ekki að sjá fyrr en eftir kirkjubrúðkaupið. Á myndinn sást hún sjálf í brúðarkjólnum.

„Ég lá í rúminu okkar og skoðaði myndirnar í símanum hennar í fyrsta sinn. Þegar ég sá þessa mynd varð ég glaður og óhamingjusamur á sama tíma en ég varð fyrst og fremst stoltur af konunni minni. Ég grét og hló á sama tíma.“

Michelle og John kynntust fyrir 15 árum þegar þau voru samtíða í menntaskóla. Þau urðu kærustupar en slitu síðan sambandinu. Michelle eignaðist síðan dóttur með öðrum manni. 2011 hittust Michelle og John á nýjan leik og voru saman þar til hún lést.

Síðustu vikum lífsins eyddi hún á líknardeild en hún var mjög veik. Hún var að sögn mjög hrædd um að hún myndi gleymast eftir dauða sinn og því byrjaði John að halda úti bloggsíðu um hana til að heiðra minningu hennar.

„Ég vil gjarnan bera út boðskapinn um að þú getir lifað sorg af. Ég held að ég sé sönnun þess. Þegar þú hefur lifað hana af getur þú lifað aftur. Þú getur brosað á nýjan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst