fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Einn miðaeigandi vann 82 milljarða í lottóinu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn stálheppinn miðaeigandi var með allar tölurnar réttar í Powerball-lottóinu í Bandaríkjunum, en dregið var í gærkvöldi. Potturinn var óvenju stór að þessu sinni, eða 758,7 milljónir Bandaríkjadala, rétt tæpir 82 milljarðar króna.

Vinningsmiðinn var keyptur í verslun Handy Variety í Watertown í Massachussetts. Vinningstölurnar voru 6, 7, 16, 23 og 26, en ofurtalan var 4.

Potturinn í gærkvöldi er sá næststærsti í sögu Bandaríkjanna en sá stærsti var árið 2016, 1,6 milljarðar Bandaríkjadala. Þrír skiptu með sér þeim potti.

Í frétt AP kemur fram að miðaeigandinn frá útdrættinum í gærkvöldi hafi möguleika á að fá vinninginn greiddan út í 30 hlutum á næstu 29 árum. Kjósi hann að fá alla upphæðina greidda í einu lækkar hún í 443,3 milljónir dala, tæpa 48 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög