fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Nikolaj segist hafa sofnað í bílnum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. ágúst 2017 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í morðmáli Birnu Brjánsdóttur fer nú fram í héraðsdómi Reykjaness. Skipverjinn Nikolaj Olsen gefur nú sinn framburð um föstudaginn 13. Janúar.

Nikolaj segist hafa hitt Thomas og annan skipverja á Polar Nanoq að nafni Inuk við Hafnarfjarðarhöfn og þeir hafi boðið honum far í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi þá farið inn á English Pub til að fá sér einn bjór. Þar hafi hann setið og drukkið þangað til að Thomas kom aftur en þá einn.

Þegar staðnum lokaði fóru þeir á annan stað, American Bar, en þá var Nikolaj orðinn mjög ölvaður.
Eftir veruna á American Bar fóru þeir inn í rauðu Kia Rio bifreiðina sem Thomas hafði á leigu en Nikolaj segist ekki muna nákvæmlega hvar eða hvenær. „Ég vildi fara í skipið en Thomas vildi fara í bíltúr. Ég man ekki mikið restina. Þegar ég var í fangelsinu rifjaðist upp fyrir mér að við vorum á Laugavegi. Svo man ég að það kom kona inn í bílinn við Laugaveg. Svo minnir mig að við höfum farið niður í skip eftir það, ég hef sofnað í bílnum”.

Hann getur ekki staðfest það að stúlkan hafi verið Birna Brjánsdóttir og getur heldur ekki staðfest það að bifreiðin hafi stoppað við Golfklúbb Garðabæjar við Vífilstaði.

Nikolaj segist aldrei hafa ekið bifreiðinni, hann hafi ekki verið í ökuhæfu ástandi. „Nei – ég má ekki keyra. Ég hef aldrei farið í ökuskóla og er ekki með ökuréttindi.”

Nikolaj segir að þegar þeir komu aftur að Hafnarfjarðarhöfn hafi Thomas vakið hann og hann hafi farið inn í skipið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt