fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Dýrasti bíll Bretlands

Seldist á 2,4 milljarða króna á uppboði um helgina

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bifreið af gerðinni Aston Martin varð um helgina dýrasta bifreið Bretlandseyja þegar hún seldist á uppboði um helgina.

Bifreiðin sem um ræðir er af gerðinni Aston Martin DBR1, en hún var framleidd árið 1956. Bíllinn var smíðaður fyrir Le Mans-kappaksturinn og keppti breski ökuþórinn Sir Stirling Moss meðal annars á honum.

Uppboðið fór fram hjá uppboðshúsi RM Sothesby í Kaliforníu í Bandaríkjunum og voru margir áhugasamir um bílinn. Svo fór að hann var seldur á 17,5 milljónir punda, 2,4 milljarða króna.

Tveir safnarar voru mjög áhugasamir um bílinn og skiptust þeir á að bjóða í hann. Bíllinn var metinn á 15,5 milljónir punda, 2,1 milljarð, en seldist á mun hærri upphæð.

Þetta er dýrasta bifreið sem framleidd hefur verið í Bretlandi og sá sjöunda dýrasta í sögunni sem selst hefur á svonefndu almenningsuppboði. Fimm Ferrari-bifreiðar og ein Mercedes-bifreið hafa selst á hærri upphæð.

Það sem gerir þessa bifreið einstaka er sú staðreynd að aðeins fimm bifreiðar voru framleiddar af þessari tegund á árunum 1956 til 1958, en bifreiðin um helgina var sú fyrsta sem var framleidd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns