fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Klíka beitti tæplega 300 unglinga kynferðislegu ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðkvæmar stúlkur voru lokkaðar með áfengi og eiturlyfjum áður en þeim var nauðgað af karlmönnum í samkvæmum sem gengu undir heitinu „sessions“. Lögreglan hefur staðfestar upplýsingar um nöfn 278 stúlkna sem urðu fyrir þessu ofbeldi og upplýsingar um mörg hundruð stúlkur til viðbótar.

461 manns hafa verið handteknir vegna málsins og 703 stúlkur (þolendur) hafa gefið sig fram við lögregluna. Ákært var í málinu fyrir brot gegn 278 stúlkum. Þetta er umfangsmesta kynferðisbrotamál sem lögreglan í Northumbria á Englandi hefur fengist við. Ofbeldið átti sér stað í ákveðnum hverfum í Newcastle og Gateshead, hverfum þar sem félagslegt ástand er slæmt.

Nú er fjórða og síðasta hluta réttarhalda vegna málsins nýlokið að sögn Sky-fréttastofunnar. Í þessum síðasta hluta voru 17 karlar og 1 kona fyrir rétti. Þau voru sakfelld fyrir nauðganir, að útvega eiturlyf og hvetja til vændis. Í þessum fjórum réttarhöldum voru sakborningarnir dæmdir til samtals rúmlega 300 ára fangelsisvistar.

20 ungar konur komu fyrir dóminn og skýrðu frá því kerfisbundna ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir árum saman. Þær skýrðu frá því hvernig unglingum var útvegað kókaín, kannabis, áfengi og önnur vímuefni af meðlimum klíkunnar. Síðan hafi þeim verið nauðgað eða sannfærðar um að stunda kynlíf gegn því að fá eiturlyf.

Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að greiða dæmdum barnanauðgara sem svarar til 1,4 milljóna íslenskra króna fyrir að vera útsendari lögreglunnar og komast inn í raðir ofbeldismannanna. Lögreglan hefur varið þetta og segir að tilgangurinn hafi helgað meðalið í þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú