fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Dómari segir kerfið ekki þola magn hælisumsókna

Vantar fleiri dómara, rými og tæknibúnað – Hermaður á fölsku vegabréfi hugðist fremja hryðjuverk

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Seegmuller, formaður sambands þýskra stjórnsýsludómara, tilkynnti fréttastöðinni RND að fjöldi hælisleitendaumsókna í landinu væri yfirþyrmandi og að kerfið ráði ekki við hann.

Hann segir: „Staðan er mjög alvarleg í stjórnsýsluréttarkerfinu. Við erum komin á ystu nöf. Kerfið þolir þetta ekki til lengri tíma. Á einhverjum tímapunkti mun allt bresta.“

Fréttastöðin gerði úttekt á fjölda hælisleitendaumsókna sem biði afgreiðslu. Þær telja nú um 250.000. Seegmuller segir að bæði vanti fleiri dómara og annað starfsfólk til að sinna þessum málum sem og rými í dómssölum. Þá verði að auka við fjármagn til tölvukaupa til að halda utan um mál hælisleitenda.

Hugðist kenna flóttamönnum um hryðjuverk

Um ein milljón flóttamanna hafa komið til Þýskalands síðustu tvö ár sem setur gríðarlegt álag á allt þýska kerfið. En Seegmuller kvartar einnig undan ákvörðunum innanríkisráðuneytisins í innflytjendamálum og segir að senda ætti fleiri heim til sín samstundis.

Álagið í ráðuneytinu kemur fram í óvönduðum ákvörðunum. Franco Albrecht, þýskur hermaður og öfgahægrimaður, sótti um og fékk stöðu flóttamanns með fölsku sýrlensku vegabréfi. Albrecht talar þó enga arabísku. Hann hugðist framkvæma hryðjuverk og kenna flóttamönnum um en var handtekinn í apríl áður en hann náði að fremja ódæðið. Tveir aðrir menn eru viðrinir málið.

Þetta mál olli því að fara þurfti aftur yfir um 100.000 ákvarðanir ráðuneytisins varðandi hælisleitendur með tilheyrandi töfum og kostnaði. Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra, segir að ekki hafi fundist fleiri dæmi um alvarlega misbresti en heitir því að farið verði betur yfir hvert og eitt mál í framtíðinni. „Þetta eru mjög umfangsmiklar aðgerðir en mjög mikilvægar og nauðsynlegar fyrir öryggi landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“