fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

„Fyrst nauðgaði hann mér, síðan hótaði hann börnunum mínum og nú er hann látinn laus“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílstjórinn veittist að konunni sem hafði kært hann fyrir nauðgun og krafðist þess að hún drægi kæruna til baka, að öðrum kosti myndi hann skaða börn hennar alvarlega. Maðurinn var handtekinn en hefur nú verið látinn laus. „Ég óttast um líf mitt“, segir konan.

Konan, sem er kölluð Anna í umfjöllun Sydsvenskan, býr í Malmö í Svíþjóð. Hún hefur nú sett íbúðina sína á sölu því þar þorir hún ekki að búa lengur því leigubílstjórinn veit hvar hún á heima. Hún hefur einnig farið fram á nálgunarbann og ætlar að fara í viðtöl hjá sálfræðingi til að reyna að komast yfir þá martröð sem hún hefur upplifað síðan í lok maí.

Þá var hún á veitingastað í miðborg Malmö til að halda upp á stöðuhækkun í vinnunni. Þegar kom að heimferð pantaði hún leigubíl. Hún settist síðan í aftursæti leigubílsins en þá sagði leigubílstjórinn við hana að það væri regla leigubílafyrirtækisins að farþegar sem væru of ölvaðir eða slappir yrðu að sitja í framsætinu. Anna segist ekki hafa hugsað nánar út í þetta og hafi fært sig í framsætið.

Nánast um leið og hún var sest þar byrjaði leigubílstjórinn að káfa á henni að hennar sögn.

“Mér brá mikið og fraus alveg. Þegar hann reyndi að ýta tungu sinni inn í munn minn barðist ég á móti og öskraði á hann að hætta þessu.“

Í samtali við Sydsvenskan lýsti Anna því hvernig leigubílstjórinn hefði verið vinsamlegur í upphafi en hafi síðan orðið ágengur og farið að leita á hana.

“Ég öskraði: Stoppaðu, stoppaðu, ég vil fara úr bílnum.“

Að lokum var leigubíllinn kominn í götuna sem Anna býr í. Bílstjórinn stoppaði nokkur hundruð metrum frá heimili hennar.

“Ég barðist fyrir lífi mínu og að lokum tókst mér að komast út úr bílnum.“

Vinnur hennar, sem beið hennar við heimili hennar, sá hana þá og kom til hennar. Þegar leigubílstjórinn sá vininn flýtti hann sér á brott.

Anna lagði fram kæru hjá lögreglunni næsta dag og fór í læknisskoðun. Hún hafði samband við leigubílafyrirtækið og lét vita af málinu. Leigubílstjóranum var í framhaldinu vikið frá störfum.

Hótaði börnum hennar

Rúmlega þremur vikum síðar hafði Anna jafnað sig aðeins og treysti sér til að fara með tveimur vinum sínum á veitingastað í miðborg Malmö. Þegar hún hafði pantað mat ávarpaði þjónninn hana með nafni og spurði hvort þau gætu ræðst við síðar.

“Þegar ég gekk til hans sagði hann: „það var ég sem ók þér í leigubílnum.““

Anna segist þá hafa borið kennsl á manninn og það hafi verið eins og heiminum væri svipt undan fótum hennar. Hún segir að maðurinn hafi reynt að múta henni til að draga kæruna til baka og hafi boðið henni bæði peninga og áfengi. Þegar það virkaði ekki reyndi hann að höfða til samvisku hennar og sagðist vera í erfiðri fjárhagslegri stöðu. Að lokum hafði hann í hótunum við hana.

“Hann sagðist hafa séð á Facebook að ég á börn og að þau myndu verða fyrir alvarlegum meiðslum ef hann fengi ekki staðfestingu innan 24 klukkustunda á að ég hefði dregið kæruna til baka.“

Anna yfirgaf veitingastaðinn með vinum sínum og var í miklu áfalli. Hún ákvað eftir smá stund að láta undan hótunum mannsins og fór aftur á veitingastaðinn.

“Maðurinn hefur verið við húsið mitt og veit hvar ég bý. Þegar hann blandar börnunum mínum í þetta þori ég ekki að halda þessu áfram.“

Maðurinn ók henni á lögreglustöðina til að hún gæti dregið kæruna til baka. Maðurinn gekk að afgreiðsluborðinu og sagði að Anna væri komin til að draga kæru til baka. En konuna í afgreiðslunni grunaði að ekki væri allt með felldu og ýtti gulum postit miða að henni en á miðanum stóð: “Var þér hótað?“

Anna skrifaði “já“ á miðann og rétti konunni.

Skömmu síðar komu lögreglumenn og handtóku manninn.

Þetta var 27. júní. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun, frelsissviptingu og að reyna að hafa áhrif á vitni en var sleppt á mánudaginn.

“Heimurinn hrundi saman á nýjan leik. Við þorum varla heim. Þetta er verra en árásin sem ég varð fyrir í leigubílnum.“

Saksóknari í málinu vildi ekki tjá sig um af hverju maðurinn hefði verið látinn laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik