fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Baldur beit vörina af Styrmi

Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal lenti saman með blóðugum afleiðingum

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 14. júlí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til alvarlegra átaka kom á Litla-Hrauni í miðri viku sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Atvikið átti sér stað á meðan útivistartíma fanganna stóð, nánar tiltekið á gervigrasvelli við fangelsið. Hinn slasaði var þegar fluttur undir læknishendur á meðan gerandinn var látinn sæta einangrun.

Spýtti stykkinu út úr sér

Samkvæmt heimildum DV hófst atburðarásin þannig að föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni varð sundurorða. „Þeir voru að rífast um fíkniefni og síðan fóru þeir að slást. Það reyndi einn fangi að stíga inn á milli en sá fékk þung högg frá báðum aðilum. Hann er með gervigóm sem brotnaði í þrjá hluta,“ segir sjónarvottur í samtali við DV. Að hans sögn hafði Styrmir betur í slagsmálunum og hafði barið Baldur „í spað“ þegar að blóðugum endalokunum kom. Þessu lauk með þeim hætti að Styrmir tók sér stöðu klofvega yfir Baldri og hugðist halda barsmíðunum áfram þegar Baldur reisti sig upp og beit í andlit Styrmis. Náði Baldur að bíta efri vör Styrmis og beit hana í sundur af öllu afli. Hann spýtti síðan stykkinu út úr sér á gervigrasið.

Herma heimildir að Styrmir hafi orgað af sársauka og fossblæddi úr honum, meðal annars yfir Baldur. Fangaverðir brugðust fljótt við og tóku Baldur úr umferð en Styrmi var veitt aðhlynning. „Það var hrikalegt að sjá Styrmi skríða alblóðugan um gervigrasið í leit að stykkinu úr efri vörinni,“ segir sjónarvotturinn. Þegar Baldur var dreginn í burtu öskraði hann hróðugur: „Ég beit af honum vörina.“

Samkvæmt heimildum DV tókst læknum að sauma vörina aftur á Styrmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“