fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Einar skorar á Töru Margréti að hlaupa til styrktar Samtaka um líkamsvirðingu

„Feitt fólk hefur minni viljastyrk,“ segir Einar Ísfjörð

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 7. júlí 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Ísfjörð einkaþjálfari skorar á Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, að hlaupa með sér hálf-maraþon til styrktar Samtaka um líkamsvirðingu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 19. ágúst næstkomandi.

„Ég tek það fram að ég hef aldrei hlaupið meira en 5 km og ég hef ekkert hlaupið síðustu tvö ár eftir að ég lenti í vinnuslysi. Ef ég hleyp þá er ég verkjaður. En hey engin afsökun hérna megin, ég skal hlaupa þetta fyrir málstaðinn, enda er hann góður.

Með einu skilyrði. Tara Margrét, þú kemur með mér og saman hlaupum við fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Ertu game eða lumar þú á góðri afsökun?,“ skrifar Einar Ísfjörð í pistli á vef sínum.

Einar segist vera algjörlega sammála Töru að feit fólk verði fyrir fordómum. Hann telur þó að hún fórnarlambavæði vandamálið. „Það virðist ekki mega koma upp atvik sem snýr að mat, fitu, offitu, gríni, Töru sjálfri, megrun, útlitsdýrkun, veitingastöðum eða skoðunum fólks almennt um eitt af áðurnefndu án þess að vælubíllinn sé kominn upp að heimili Töru,“ skrifar Einar.

Einar birtir í pistlinum athugasemdir við frétt DV um að Tara hyggðist sniðganga nýjan veitingastað Jamie Oliver á Hótel Borg. Sjálf sagði Tara aldrei hafa séð eins slæm komment og við þá frétt.

Hann tekur þó skýrt fram að hann sé ekki að mæla fitufordómum bót. „Ég er ekki talsmaður fitufordóma og ég er ekki talsmaður feits fólks sem vorkennir sér. Mér finnst að allir eigi að lifa sem heilsusamlegustu lífi og gera það sem lætur þeim líða sem allra best.

„Ég hef hjálpað mjög mörgum sem hafa verið feitir að komast í form með leiðbeiningum og aðstoð hvernig skal huga að hreyfingu og heilbrigðara mataræði og ég tel að mínar aðferðir virki töluvert betur heldur en aðferðir Töru sem snúast um að fórnarlamba-væða þennan hóp fólks og fá vorkunn frá samfélaginu,“ skrifar Einar.

Einar var í viðtalið í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun þar sem hann sagði að offita væri sjálfskapað vandamál. „Feitt fólk hefur minni viljastyrk heldur en við því að sú orka rennur út eins og öll önnur orka. Þau þurfa miklu meiri viljastyrk heldur en við bara til að standa upp úr sófanum. Það er því mjög auðvelt fyrir grannt fólk að segja að þetta sé bara ekkert mál. Þetta er helvítis hellings mál fyrir marga hverja sem eru komnir ofan í mjög djúpa holu,“ sagði hann í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Í gær

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“