fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Donald Trump gagnrýndur fyrir furðulega hegðun í garð írskrar fréttakonu – Sjáðu myndbandið

„Hún er með fallegt bros á andlitinu. Ég þori að veðja að hún komi vel fram við þig“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur talsvert á samfélagsmiðlum eftir einkennilega uppákomu í Hvíta húsinu í gær. Nokkur fjöldi blaðamanna var inni á skrifstofu Bandaríkjaforseta á meðan hann ræddi við Leo Varadkar, nýjan forsætisráðherra Írlands, í síma.

Þar á meðal voru írskir blaðamenn og virtist Trump sérstaklega hrifinn af fréttakonu RTÉ í Írlandi, Caitriona Perry. Á meðan á símtali Trumps og Leo stóð nefndi hann að nokkur fjöldi írskra fréttamanna væri inni á skrifstofunni. Trump beindi svo orðum sínum að Perry og sagði meðal annars:

„Hvaðan kemur þú? Komdu hingað. Hvaðan ertu? Við erum með fullt af fallegu írsku blaðafólki hér. Hvaðan kemur þú,“ spurði Trump írsku fréttakonuna. Perry sagði honum svo hver hún væri og fyrir hvern hún starfaði. Trump sagði svo við írska forsætisráðherrann:

„Caitriona Perry. Hún er með fallegt bros á andlitinu. Ég þori að veðja að hún komi vel fram við þig,“ sagði Trump á meðan aðrir í herberginu hlógu.

Caitriona birti myndskeiðið á Twitter-síðu sinni í kjölfarið og sagði að um furðulega uppákomu hefði verið að ræða. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli á Twitter og sitt sýnist hverjum um framkomu Bandaríkjaforseta. Einhverjir samlandar Trumps báðu hana afsökunar á framferði forsetans.

Leikarinn Kevin Chamberlin benti á að Trump hefði kallað hana til sín í þeim eina tilgangi að skoða hana og horfa á hana og bætti við að hann skammaðist sín fyrir land sitt. Þá rifjuðu margir upp að Trump hefði ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð fjölda kvenna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrrahaust. Hann hefur neitað öllum slíkum ásökunum.

Myndbandið af atvikinu í gær má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki