fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Sat fyrir lögreglumönnunum með AK-47 og hóf skothríð

Byssumaðurinn sagður hafa viðrað þá skoðun sína að hann langaði að drepa lögreglumenn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður var skotinn til bana í miðborg Parísar í kvöld og tveir til viðbótar særðust alvarlega þegar byssumaður hóf skothríð. Atvikið átti sér stað við Champs Elysees, skammt frá staðnum þar sem kappræður vegna forsetakjörsins í Frakklandi fóru fram.

Franska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að lögregla hafi vitað hver hinn grunaði væri vegna öfgafullra skoðana hans. Um hafi verið að ræða hryðjuverkaárás. Undir þetta tók Francois Hollande Frakklandsforseti í orðsendingu til frönsku þjóðarinnar í kvöld.

Byssumaðurinn var skotinn til bana af lögreglu.

Talið er að maðurinn hafi setið fyrir lögreglumönnunum og haft það eina markmið að skjóta þá til bana. Hann er sagður hafa verið vopnaður AK-47 hríðskotabyssu. Lögregluþjónninn sem var skotinn var í kyrrstæðri lögreglubifreið á rauðu ljósi þegar maðurinn kom aðvífandi.

Lögregla ruddist til inngöngu á heimili mannsins í kvöld og stendur þar húsleit yfir. Að því er BFM-sjónvarpsstöðin greindi frá í kvöld hafði maðurinn viðrað þá skoðun sína á samfélagsmiðlum að hann „langaði að drepa lögreglumenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög