fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Grunaður um ölvun með 11 ára son sinn í bílnum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 07:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið á Bæjarhálsi á sjöunda tímanum í gærkvöldi og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Í dagbók lögreglu kemur fram að 11 ára sonur ökumanns hafi verið farþegi í bifreiðinni. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir og málið tilkynnt til Barnaverndar.

Þrír ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir með stuttu millibili eftir miðnætti; á Mýrargötu, Borgartúni og Hverfisgötu, en þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þá stöðvaði lögregla ræktun fíkniefna í húsi í Þingahverfi, en lögregla lagði hald á um 50 plöntur og áhöld tengd ræktuninni. Á vettvangi fundust einnig önnur fíkniefni.

Loks stöðvaði lögregla ökumann bifreiðar í Breiðholti rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Að sögn lögreglu hafði ökumaðurinn aldrei öðlast ökuréttindi og er auk þess grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Ástand bifreiðarinnar var mjög slæmt, að sögn lögreglu, og voru skráningarnúmer klippt af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt