fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Polar Nanoq mun sigla úr höfn innan skamms

Auður Ösp
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Íslandi hefur lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq og gera áætlanir ráð fyrir að skipið láti bráðlega úr höfn. Tveir skipverjar Polar Nanoq eru í haldi lögreglu á Íslandi grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu Brjánsdóttur. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi.

Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Áhöfnin er þakklát fyrir stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi.

Rannsókn lögreglu á láti Birnu og fíkniefnafundinum um borð í skipinu heldur áfram en fram kemur í tilkynningu frá Polar Seafood að útgerðin sé yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna.

„Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá því. Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.
Við hjá Polar Seafood erum þakklát fyrir alla aðstoð á Íslandi á þessum erfiðu stundum,“

segir jafnframt í tilkynningunni og leið útgerðin kemur á framfæri sérstökum þökkum til stjórnvalda, utanríkisráðuneytis, lögreglu, danska sendiráðsins og sjálfboðaliða hjá björgunarsveitum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns