fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

60 prósent hælisleitenda eru frá Makedóníu og Albaníu

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2016 voru umsóknir um vernd á Íslandi rétt um 1130 eða rúmlega þrisvar sinnum fleiri en árið áður. Um 60 prósent prósent umsækjenda komu frá tveimur löndum, Makedóníu og Albaníu. 73 prósent umsækjenda voru karlkyns og 27 prósent konur. 76 prósent umsækjenda voru fullorðnir og 24 prósent börn. Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru átján. Niðurstaða fékkst í um 980 umsóknir, fleiri en nokkru sinni áður, en meðalafgreiðslutími umsókna var styttri en árið á undan eða 80 dagar.

Í tilkynningu frá Útlendingastofnun kemur fram að árið 2016 bárust 1132 umsóknir um vernd frá ríkisborgurum 56 ríkja, auk ríkisfangslausra.Það eru rúmlega þrisvar sinnum fleiri umsóknir en árið 2015 þegar umsóknir voru 354.

Langfjölmennastir meðal umsækjenda um vernd voru Makedóníumenn og Albanir eða um 60 prósent allra umsækjenda, eins og áður segir. Næstir þar á eftir voru Írakar, Georgíumenn og Sýrlendingar. Fjölgun umsókna um vernd milli ára nú skýrist þó ekki eingöngu af hinum mikla fjölda umsækjenda frá Albaníu og Makedóníu. Ef frá eru taldar umsóknir frá ríkisborgurum landanna tveggja var fjöldi umsókna tvisvar sinnum meiri árið 2016 en árið 2015.

Þá kemur einnig fram að niðurstaða fékkst í 977 umsóknir um vernd árið 2016. Af þeim voru 548 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 224 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 46 umsækjendum var synjað vegna þess að þeir höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 159 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Flestar veitingar á árinu voru til umsækjenda frá Írak, Sýrlandi og Íran og flestir þeirra sem fengu synjun komu frá Albaníu og Makedóníu eða 85 prósent allra þeirra sem var synjað um vernd hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna