fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þyrla leitar að Birnu í Hafnarfirði

Auður Ösp
Mánudaginn 16. janúar 2017 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru tæplega sjötíu manns sem koma að leitinni. Það er heldur fleiri í Hafnarfirðinum núna,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsinga- og kynningafulltrúi Landsbjargar í samtali við DV. Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að leita að Birnu Brjánsdóttur í nágrenni við Flatahraun í Hafnarfirði, en leit að vísbendingum í miðborg Reykjavíkur stendur jafnframt enn yfir.

„Það var kallaður út aukamannskapur um tvö leytið,“ segir Þorsteinn jafnframt en að hans sögn var byrjað að leita á svæðinu með hjálp sporhunds um áttaleytið í gærkvöldi.

Þá segir Þorsteinn að á meðan aðallega sé verið að leita á götum, stígum og portum í miðborginni þá sé öðrum leitaraðferðum beitt í Hafnarfirðinum. Leitað er við Flatahraun en merki barst frá síma Birnu á því svæði rúmlega hálftíma eftir að hún sást á eftirlitsmyndavélum í miðborginni.

„Þyrlan er í þann veginn að fara á loft og mun skanna svæðið við Urriðaholtið, fyrir ofan Reykjanesbrautina og svæðið þar sem fólkið er að leita núna.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar vegna leitarinnar kl 17 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“