fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Trump lætur synina um viðskiptaveldið – Siðastjóri segir hann verða að selja allt sitt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóra Siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar líst ekkert á þær fyrirætlanir Donald Trump Bandaríkjaforseta að ætla að afhenda sonum sínum viðskiptaveldi sitt, áður en hann tekur við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. BBC er á meðal þeirra miðla sem frá þessu greina í dag.

Áætlanirnar fullyrði engan veginn lagaskilyrðum og siðferðisviðmiðum Bandaríkjaforseta síðastliðin 40 ár og hann gagnrýnir Trump harðlega. Allir síðari tíma forsetar hafi gengist undir þá kvöð að losa sig við öll ítök í heimi viðskipta. Hefð er fyrir því að allar eignir forseta renni inn í fjárfestasjóð sem fer í umsjón óháðs fjárhaldsmanns. Forsetinn fær engar upplýsingar um fjárfestingar eða annað sem gerist á meðan hann er forseti. Trump hyggst aftur á móti láta sonum sínum eftir yfirráð yfir auðæfum sínum, sem og sinn helsta ráðgjafa, Allen Weisselberg.

Forstjóranum, Walter Shaub, líst ekkert á þetta og segir að þessi ráðstöfun komi ekki í veg fyrir hagsmunaárekstra. Trump myndi með þessum hætti fá fréttir af viðskiptum og væri í lykilstöðu til að hafa áhrif á ákvarðanir. Eina ásættanlega lausnin væri að láta nafnlausan fjárfestingasjóð taka við eignunum.

Á blaðamannafundi í gær, þar sem lögfræðingur Trumps, Sherri Dillon, fór yfir málið, sagði hún að Trump vildi ekki að það væri neinum vafa undirorpið, að hann myndi einangra sig frá öllum sínum viðskiptahagsmunum á meðan hann væri forseti. Synir hans (og ráðgjafinn) myndu taka allar ákvarðanir án nokkurra afskipta pabba síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun