fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Stálþil helmingar geislavirkni

Enn tekist á við afleiðingar kjarnorkuslyssins í Chernobyl

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stálhvelfing sem verið er að reisa yfir kjarnorkuverið í Chernobyl í Úkraínu hefur þegar sýnt sig skila árangri. Geislavirkni frá kjarnorkuverinu hefur helmingast eftir að hvelfingunni var komið yfir það.

Alvarlegasta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað 26. apríl 1986 í kjarnorkuverinu í Chernobyl þegar prófun á neyðarkælikerfi kjarnakljúfs númer fjögur í verinu fór út um þúfur. Sprenging varð í kjarnakljúfnum með þeim afleiðingum að kviknaði í verinu og gífurleg geislavirkni leystist úr læðingi. Að minnsta kosti 31 létu lífið í slysinu sjálfu eða á næstu dögum vegna þess. Geislavirkni vegna slyssins er hins vegar talin hafa valdið dauða að minnsta kosti 4.000 manns allt frá því að það varð.

Eftir slysið var steinsteypuhvelfing byggð yfir kjarnakljúf fjögur til að hægt væri að reka hina kjarnakljúfana áfram til raforkuframleiðslu og voru þeir reknir í 14 ár eftir slysið. Hins vegar hefur alls ekki tekist að hemja geislavirkni frá kjarnakljúfi fjögur með því. Árið 2012 hófst uppbygging stálhvelfingar yfir kljúfinn og á það verkefni að klárast á næsta ári. Bygging þess hefur hins vegar þegar skilað þeim árangri að geislavirkni frá kjarnakljúfnum hefur helmingast.

Geislamengunin hefur haft gríðarleg áhrif og þannig bárust geislavirk efni um alla Evrópu, ekki síst varð Skandinavía illa úti. Þannig eru þorp Sama í Noregi og Svíþjóð í sumum tilfellum óíbúðarhæf vegna geislavirkni. Sovéska borgin Pripyat sem reist hafði verið í nágrenni Chernobyl var rýmd fáum dögum eftir slysið og hafa íbúar hennar aldrei fengið að snúa aftur. Talið er að svæðið verði óíbúðarhæft næstu 24 þúsund árin vegna geislamengunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“