fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Refsuðu drengnum og skildu hann eftir í skóginum: Leitin hefur engan árangur borið

Sjö ára drengs er saknað í Japan

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 30. maí 2016 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö ára drengs er enn saknað, tæpum þremur dögum eftir að foreldrar hans skildu hann eftir í skóglendi. Drengurinn hafði hagað sér illa, að mati foreldra hans og brugðu þeir á það ráð að refsa honum með þessum hætti.

Atvikið átti sér stað í óbyggðum Japans, á norðurhluta Hokkaido, á svæði sem skógarbirnir halda meðal annars til á. Foreldrar drengsins, sem heitir Yamato Tanooka, sögðu lögreglu í fyrstu að drengurinn hafði orðið viðskila við þá þegar fjölskyldan var í gönguferð um svæðið.

Foreldrarnir eru sagðir hafa viðurkennt í gær að hafa skilið hann eftir vísvitandi til að kenna honum lexíu. Þau hafi snúið aftur skömmu síðar en þá hafi drengurinn verið horfinn. Hafði drengurinn hagað sér illa nokkru áður, kastað grjóti í bíla og gert hróp að fólki, og því hafi þeir brugðið til þess ráðs að skilja hann eftir.

Fjölskyldan var í göngu um svæðið og tilkynntu foreldrar hans um hvarfið síðdegis á laugardag. Um 180 manns hafa tekið þátt í leitinni að drengnum sem hefur ekki borið árangur þegar þetta er skrifað.

Mitsuru Wakayama, íbúi í bænum Nanae, sem er skammt frá leitarsvæðinu segir að ekki sé óalgengt að sjá birni á svæðinu. Talsverða úrkomu gerði aðfaranótt sunnudags og óttast margir um afdrif drengsins sem er án matar og vatns.

Eðli málsins samkvæmt hefur reiði fólks í Japan beinst að foreldrum drengsins sem tóku þessa hörmlegu ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram