fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Gruna að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hafnarfirði: Tveir þeirra voru elskaðir heimiliskettir

Auður Ösp
Föstudaginn 9. desember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna viku hafa þrír kettir komið á Dýraspítalann í Garðabæ með mjög lík einkenni og grunar starfsfólk spítalans sterklega að um frostlögseitrun sé að ræða. Málin hafa verið tilkynnt héraðsdýralækni suðvesturumdæmis.

Í tilkynningu frá spítalanum kemur fram að beðið sé staðfestingar úr vefjagreiningu úr fyrsta kettinum. Tveir kattana hafi verið elskaðir heimiliskettir. Sá þriðji var hins vegar ómerktur og ógeltur og líklega flækingsköttur.

Umræddir kettir voru allir á svæðinu í kringum Hellisgerðið í Hafnarfirði.

„Illvirkið er það sama, hvaða dýr sem á í hlut ef verið að byrla dýrum eitur,“ segir jafnframt í tilkynningunni en starfsfólks Dýraspítalans kveðst jafnframt vona innilega að ekki sé hér á ferð vísvitandi eitrun. Málinu mun hins vegar verða fylgt eftir eins og svo sé.

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Mynd: DV ehf / Sigtyggur Ari

Málið svipar til fregna af dularfullum og óútskýrðum veikindum katta í Hveragerði en DV greindi frá því í ágúst í fyrra að grunur léki á að eitrað hafi verið köttum í bænum og að fjórir kettir hefðu drepist. Þá kom fram að óvenju margir fuglar hefðu fundist dauðir auk þess sem hundur í bænum hefðu sýnt einkenni eitrunar. Fram kom að svo virtist sem að íbúi í bænum hefði dreift um bæinn fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi og að lögreglan á Selfossi hefði málið til rannsóknar. Þá var greint frá því í ágúst síðastliðnum að tveir kettir hefðu nýlega drepist í bænum vegna eitrunar.Sami aðili er talinn tengjast öllum málunum.

Meðfylgjandi upplýsingar um frostlögseitrun í köttum og hundum koma jafnframt fram í tilkynningu Dýraspítalans í Garðabæ

Frostlögur er eitt af þeim efnum sem inniheldur ethylen glýkól sem er mjög eitrað fyrir ketti, hunda og önnur dýr (þar með talið menn). Dýrið þarf að komast til dýralæknis innan 3ja tíma ef það á að eiga möguleika á að lifa eitrunina af.
Kettir komast oftast í frostlög þegar hann hefur náð að leka í polla t.d. eða inni í bílskúrum.
Því miður finnst hundum og köttum þetta ekki vont á bragðið (sætt bragð) og þannig gerist það stundum að illvirkjar velja þessa leið til að eitra fyrir dýrunum.

Einkenni koma fram 1/2 tíma- 12 tímum eftir inntöku en oftast er ferlið mjög hratt og kvalarfullt. Innan 2ja tíma eftir inntöku eitursins byrjar kettinum að líða mjög illa, slefar og verður niðurdreginn. Seinna eða daginn eftir hættir hann að éta, kastar upp ítrekað og á erfitt með að anda. Hann verður mjög máttfarinn, fær lömunareinkenni í útlimi og fellur í dá áður en hann deyr. Allt ferlið er mjög kvalarfullt og dýrið þjáist mikið.

Vinsamlegast verið vakandi yfir illvirkjum í umhverfinu, þeir sem gera svona gagnvart dýrum eru hættulegir umhverfi sínu. Ef ykkur grunar svona veikindi í dýrum ykkar hafið strax samband við dýralækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“