fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Þorsteinn: Af hverju að kjósa Viðreisn?

Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. október 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðreisn er frjálslynt afl sem vill stuðla að því að lífskjör verði samkeppnishæf hér á landi á við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Miklar sveiflur á gengi krónunnar og léleg hagstjórn hafa í gegnum tíðina valdið hér mun meiri verðbólgu og hærra vaxtastigi en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Húsnæðisvextir síðastliðin 15 ár eru að jafnaði 7% hærri hér með tilheyrandi kostnaði fyrir húsnæðiskaupendur. Á þessu vill Viðreisn ráða bót og hefur lagt fram ítarlega og raunhæfa leið, svonefnt Myntráð, til að ná þeim markmiðum. Væri vaxtamunur við nágrannalönd okkar 3% lægri en nú er myndi það samsvara 80 þúsund króna launahækkun á mánuði fyrir fjölskyldu eða einstakling með 20 milljóna króna húsnæðislán. Það er mikil og varanleg kjarabót fyrir heimilin.“

Viðreisn hefur einnig talað fyrir markaðsleið í sjávarútvegi, endurskoðun búvörusamninga, einföldun skattkerfis, lögbindingu jafnlaunavottunar til að útrýma kynbundnum launamun og mannúðlegri innflytjendastefnu.

Við erum þreytt á því hvernig stjórnmálin hafa sveiflast öfganna á milli á undanförnum árum, frá vinstri stjórn til hægri stjórnar. Stjórnmálaflokkar hafa grafið sér pólitískar skotgrafir og deilur og átök virðast orðin sjálfstæð markmið, en ekki að leita lausna á þeim mikilvægu málefnum sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Viðreisn ætlar að horfa til lausna og þess sem sameinar okkur en ekki festast í rifrildi og ágreiningi.“

Ólíkar áherslur

Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa fulltrúa sína til Alþingis. Úr nægu er að velja fyrir kjósendur en níu stjórnmálahreyfingar bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Auk þess bjóða þrjár aðrar hreyfingar fram í færri kjördæmum.

DV leitaði til allra framboðanna og bauð þeim að reyna eftir megni að sannfæra kjósendur um að veita þeim atkvæði sín. Þetta eru þeirra áherslur.

Hér má sjá helstu áherslumál Bjartrar framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“