fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Keðjureykjandi simpansi slær í gegn

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. október 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keðjureykandi simpansi er þessa daga aðalstjarnan í dýragarðinum í Pyongyang í Norður Kóreu. Hinn 19 ára Azalea reykir rúmlega pakka á dag og hefur komist upp á lagið með að kveikja sér sjálf í sígarettu, hvort sem það er með kveikjara eða annarri logandi rettu.

Blaðamenn AP sem heimsóttu dýragarðinn á dögunum fylgdust með gestum dýragarðins standa hjá og hlæja á meðan þjálfari Azaleu henti til hennar kveikjara og hvatti hana til að kveikja sér í auk þess sem hann lét hana snerta á sér nefið, dansa og hneigja sig.

Dýraverndunarsinnar eru ekki par sáttir vog gagnrýnir fulltrúi ALDF dýragarðinn harðlega fyrir að þjálfa frumskógardýr í hegðun sem er þeim ónáttúruleg. Hafa forsvarsmenn dýragarðsins svarað gagnrýninni og fullyrða að Azalea andi ekki inn reyknum.

Mynd/AP
Mynd/AP

Umræddur dýragarður hefur gengist undir miklar endurbætur undanfarin misseri með það fyrir augum að gera hann nútímalegri og auka aðsókn. Fyrir utan Azaleu má einnig finna þar apa sem spilar körfubolta og hunda sem látnir eru líta út fyrir að kunna einfalsa samalagninu og frádrátt.

Mynd/AP
Mynd/AP

Garðurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir slæma meðferð á dýrum. Þannig segir í nýlegri grein Lonely Planet að dýrin hafi virst vansæl og vanrækt og þá hafa notendur Tripadvisor einnig margir hverjir gagnrýnt bágar aðstæður dýranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú