fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Dómur í hópnauðgunarmáli kveðinn upp í Hæstarétti í dag

Málið vakti mikla athygli en héraðsdómur sýknaði mennina í nóvember 2015

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 29. september 2016 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðar í dag fellur dómur í Hæstarétti í hópnauðgunarmáli gegn fimm piltum sem voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur nóvember í fyrra af ákæru um að nauðga sextán ára stúlku í heimahúsi í Breiðholti í maí 2014. Þetta kemur fram á RÚV. Piltarnir voru þá á aldrinum sautján til nítján ára.

Piltarnir voru meðal annars ákærðir fyrir að halda stúlkunni nauðugri í svefnherbergi íbúðar þar sem þeir voru sagðir hafa beitt hana ofbeldi.

Þá var sagt að þeir hefðu nýtt sér yfirburðastöðu og aðstöðumun gagnvart stúlkunni sem hafi mátt síns lítils gegn þeim, lömuð af hræðslu og fjarri öðrum.

Einn piltanna var einnig ákærður fyrir að færa stúlkuna í annað herbergi og nauðga henni þar, að sögn RÚV. Loks var einn mannanna ákærður fyrir að taka upp myndband af hluta nauðgunarinnar.

Var hann sagður hafa sýnt samnemendum stúlkunnar myndbandið í skólanum eftir að meint hópnauðgun átti sér stað.

Hópnauðgunarmálið vakti gríðarlega athygli og mikla reiði í samfélaginu en einn piltanna tók myndband af athæfinu. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir dreifingu myndbandsins.

Maðurinn var sýknaður af dreifingunni en sakfelldur fyrir upptökuna. Efni myndbandsins hafði ekki áhrif á sýknu vegna nauðgunar. RÚV greinir frá því að myndskeiðið hafi verið mjög óskýrt. Það var um það bil 10 sekúndna myndataka af upprunalegu upptökunni sem hafði verið eytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“