fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Safna fyrir Stefán Karl

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. september 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir af þekktustu tónlistarmönnum Íslands hyggjast koma fram á tónleikum til styrktar leikaranum ástsæla Stefáni Karli Stefánssyni þann 3.október næstkomandi, en Stefán Karl glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi.

Líkt og DV greindi frá á dögunum var Stefán Karl nýlega lagður inn á sjúkrahús vegna meins sem veldur þrengingum í gallvegi og brisgöngum og mun hann gangast undir skurðaðgerð þann 4. október næstkomandi þar sem meinið verður fjarlægt.

Segir eiginkona hans. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í færslu á fésbókarsíðu sinni að aðgerðin sem hann muni undirgangast sé flókin og vandasöm og að eftir hana taki við langt bataferli og lyfjameðferð ef þörf krefur.

Í tilkynningu á heimasíðu Þjóðleikhússins kemur eftirfarandi fram:

„Okkar ástsæli og dýrmæti leikari, Stefán Karl Stefánsson, glímir nú við erfið veikindi sem kalla á kostnaðarsamar aðgerðir og meðferðir með tilheyrandi vinnutapi og fjárhagsáhyggjum.

Við, samstarfsfólk hans og vinir, höfum tekið okkur saman um að halda þessa styrktatónleika fyrir hann og fjölskyldu hans.

Stefán Karl er þjóðargersemi og mikilvægt fyrir okkur öll að hann geti áhyggjulaus einbeitt sér að því að ná heilsu á ný.“

Tónleikarnir fara fram þann 3. október næstkomandi á Stóra sviði Þjóðleikhússins og er miðaverð 3500 kr. Leikkonan Edda Björgvinsdóttir verður kynnir kvöldsins en eftirfarandi listamenn koma fram:

Bubbi Morthens
Ný dönsk
Úlfur Úlfur
Salka Sól
Laddi
Gói
Hansa og Selma
Jón Ólafsson
Regína Ósk
Valgeir Guðjónsson
Stuðmenn

Hér má nálgast miða á tónleikana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“